Um okkur

TRADEX
“Náttúrulegar heilsueflandi vörur.”

Tradex er nútíma matvælavinnsla sem framleiðir harðfisk, bitafisk og skífur með tölvustýrðum kæliþurrkunarbúnaði.

Ríflega helmingur sölutekna Tradex skapast af útflutningi.

Tradex hefur unnið brautryðjendastarf í markaðssetningu harðfiskvara erlendis, í samstarfi við öfluga og virta aðila á viðkomandi mörkuðum.

Samhliða þessu hefur Tradex það að markmiði að viðhalda og auka harðfiskneyslu á Íslandi, með því að bjóða fólki vörur sem því líkar.

Harðfiskvörur Tradex innihalda um 84% prótín, en ferskur fiskur um 18% prótín.

Það fara fimm kíló af ferskum fiskflökum í að búa til eitt kíló af harðfiski, bitafiski eða skífum.

Framleiðsluaðferðin og ferskleiki hráefnisins skila sér í í jöfnum gæðum og mildu bragði.

Kæliþurrkunin gerir það einnig að verkum að hægt er að stilla saltnotkun í hóf, reyndar er hún algerlega óþörf ef því er að skipta.

Engin aukaefni eru notuð við framleiðsluna.

Jafnframt framleiðir Tradex harðfisknammi fyrir hunda og ketti.

Við framleiðsluna er notað manneldishæft hráefni og beitt er manneldisstöðlum við framleiðsluna.

Ekkert viðbætt salt er notað og engin aukaefni.

Gullfiskur, Gæðafiskur
og Viking Snack

frá Tradex

Harðfiskur er sjálfsagður hluti heilbrigðs mataræðis. Hann inniheldur öll þau góðu næringarefni sem eru í ferskum fiski, en í margföldu magni. Til dæmis er prótíninnihald harðfiskvara Tradex um 84%, en fersk fiskflök innihalda um 18% prótín. Vöðvar líkamans þurfa ákveðið magn af prótíni til viðhalds og vaxtar. Prótín í harðfiski eru auðmeltanleg og nýtast því líkamanum einstaklega vel. Harðfiskur er einfaldlega góður, börn eru til dæmis almennt mjög hrifin af harðfiski. Foreldrar sem er umhugað um næringu og heilbrigði barna sinna eiga því góðan valkost.Tradex framleiðir hefðbundinn harðfisk, bitafisk og skífur. Á innanlandsmarkaði eru vörurnar seldar undir þremur vörumerkjum: Gullfiskur, Gæðafiskur og Viking Snack.Við framleiðsluna er notaður tölvustýrður kæliþurrkunarbúnaður, sem ásamt fersku hráefni hefur skapað vörunum sérstöðu með mildara bragði og jöfnum gæðum.

Hunda- og
kattanammi

frá Tradex

Tradex framleiðir hunda- og kattanammi úr manneldishráefni, samkvæmt
manneldisstöðlum. Engin aukaefni eru notuð við framleiðsluna, eina
hráefnið er fiskur. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það að þessi stefna
hefur skapað mikla sérstöðu og opnað erlenda markaði. Flestir hundar
og kettir elska harðfisk.

Við erum á Facebook

SJÁÐU HVAÐ ER AÐ GERAST!

Tradex

Gullfiskur

Gæðafiskur

Hunda- og kisunammi

Hafðu samband

STAÐSETNING

Eyrartröð 11
220 Hafnarfirði

SÍMI

+354 555 6660

NETFANG

tradex@tradex.is

ERTU MEÐ SPURNINGU EÐA SKILABOÐ?

Skrifaðu spurninguna eða skilaboðin í formið og smelltu á senda. Við svörum við fyrsta tækifæri.